Starfsmenn VÍK Lögmannsstofu kappkosta að veita viðskiptavinum sínum persónulega og vandaða þjónustu á öllum sviðum lögfræðinnar.
Viðskiptavinir stofunnar hafa fjölbreyttan bakgrunn og eru meðal annars fyrirtæki í atvinnurekstri, opinberar stofnanir og ráðuneyti.
Lögmenn stofunnar búa yfir mikilli sérþekkingu á EES- og Evrópurétti, fjármála- og fyrirtækjalögfræði, fjarskiptarétti, fjölmiðlarétti, hugverkarétti, samkeppnisrétti og mannréttindum. Að auki búa lögmenn stofunnar yfir mikilli þekkingu og reynslu á félagarétti og stjórnsýslurétti.
Þá hafa lögmenn stofunnar víðtæka reynslu í málflutningi fyrir íslenskum dómstólum, Evrópudómstólnum og EFTA dómstólnum.