Starfsmenn VÍK Lögmannsstofu kappkosta að veita viðskiptavinum sínum persónulega og vandaða þjónustu á öllum sviðum lögfræðinnar.

Anna Tómasdóttir

Lögfræðingur

at@viklaw.is

Anna Tómasdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands vorið 2011. Einnig dvaldi hún við laganám í Stokkhólmsháskóla árið 2010. Þá lauk Anna BA-prófi í lögfræði við Háskóla Íslands árið 2009.

Samhliða námi starfaði Anna hjá Latabæ ehf. í ýmsum deildum fyrirtækisins, m.a. fjármáladeild og markaðsdeild, en allt frá árinu 2006 á lögfræðisviði. Að loknu laganámi árið 2011 hóf Anna störf hjá VÍK lögmannsstofu og var þar í hálfri stöðu til móts við hálft starf sem lögfræðingur hjá Latabæ. Um mitt ár 2012 lét hún af störfum hjá Latabæ og sinnir hún nú fullu starfi sem fulltrúi hjá VÍK lögmannsstofu.

Í lögfræðistörfum sínum hefur Anna mest fengist við samninga á sviði hugverkaréttar, s.s. nytjaleyfissamninga (e. licensing), samninga vegna kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu, tónlistarútgáfu og ýmsa aðra samninga á þessu sviði. Anna hefur einnig komið að verkefnum vegna ágreiningsmála um hugverkarétt og úrlausn þeirra.