Starfsmenn VÍK Lögmannsstofu kappkosta að veita viðskiptavinum sínum persónulega og vandaða þjónustu á öllum sviðum lögfræðinnar.

Bjarnveig Eiríksdóttir

hdl.

bjarnveig@viklaw.is

Sími: 515 0204

Farsími: 691 8701

Bjarnveig Eiríksdóttir öðlaðist málsflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 1987. Hún veitir ráðgjöf til innlendra sem erlendra fyrirtækja og stjórnvalda um löggjöf er lýtur að starfsumhverfi fyrirtækja og stofnana og annast samskipti við innlenda og erlenda eftirlitsaðila, s.s. neytendastofu, samkeppniseftirlitið, fjármálaeftirlitið, póst – og fjarskiptastofnun og eftirlitsstofnun EFTA.  Hún kennir evrópurétt við HÍ og er í FresSco sem er sérfræðinganefnd á vegum ESB á sviði frjálsrar farar launþega í EES.

Bjarnveig sinnir einnig almennum lögmannsstörfum, s.s. á sviði gjaldþrotaréttar, persónu-, fjölskyldu- og erfðaréttar, sér um faðernis- og vefengingarmál, gerð erfðaskráa og kaupmála sem og hagsmunagæslu í lögræðissviptingarmálum.

Bjarnveig er formaður málskotsnefndar LÍN og er í ríkistollanefnd.

Bjarnveig sinnir lögmannsstörfum og ráðgjöf jafnt á ensku sem íslensku og hefur góðan skilning á norsku og dönsku.

Bakgrunnur:

Bjarnveig er einn af eigendum VÍK Lögmannsstofu. Bjarnveig hefur víðtæka reynslu af störfum í stjórnsýslunni hérlendis sem erlendis og var um árabil sérfræðingur á tekju – og lagasviði fjármálaráðuneytisins og hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel þar sem hún var staðgengill skrifstofustjóra Laga – og stjórnsýsluskrifstofu. Bjarnveig hefur sinnt lögmannsstörfum undanfarin ár bæði í héraðsdómi og fyrir EFTA dómstólnum og Evrópudómstólnum. Hún starfaði einnig um tíma hjá utanríkisráðuneytinu og hjá Umboðsmanni Alþingis. Hún var formaður endurskoðendaráðs 2009-2013 og varamaður í stjórn eftirlitsstofnunar EFTA 2007-2013.

Bjarnveig hefur sinnt kennslu og verið prófdómari í evrópurétti um árabil og er aðjúnkt í evrópurétti við Háskóla Íslands. Hún hefur haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið á sviði evrópuréttar.

Bjarnveig lauk embættisprófi í lögfræði við Lagadeild Háskóla Íslands 1984. Hún lauk meistaranámi í evrópurétti og alþjóðaviðskiptarétti frá háskólanum í Edinborg 1994.