Lögmenn stofunnar búa yfir mikilli sérþekkingu á EES- og Evrópurétti, fjármála- og fyrirtækjalögfræði, fjarskiptarétti, fjölmiðlarétti, hugverkarétti, samkeppnisrétti og mannréttindum.

Einar Hannesson

hdl. (í leyfi)

einar@viklaw.is

Einar hefur gegnt trúnaðarstörfum innanlands sem erlendis. Hann hafði umsjón með fjarskiptamálum sem lögfræðingur samgönguráðuneytisins árin 1998 – 2002 er hann var sendur til Brussel sem erindreki Íslands gagnvart Evrópusambandinu á sviði ráðuneytisins. Árið 2003 varð Einar lögfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA þar sem hann hafði umsjón með innleiðingu EES-löggjafar á sviði persónuverndar, fjarskipta-, póst-, sjónvarps- og upplýsingasamfélagsþjónustu auk tilskipunar um rafræn viðskipti í Noregi, Íslandi og Liechtenstein. Ábyrgð hans færðist yfir á svið samgöngulöggjafar að undanskildum flugmálum í þessum löndum árið 2005.

Einar var virkur þáttakandi í ráðstefnum Alþjóðasamtaka lögfræðinga í upplýsingatæknirétti (IAITL) um upplýsingatækni og alþjóðaviðskipti árin 2006-2008 auk þess að flytja erindi um EES rétt, upplýsingaöryggi og rafræna stjórnsýslu. Greinar eftir Einar um fjarskiptarétt og upplýsingatækni í evrópskum siglingarétti hafa verið birtar í alþjóðlegum fræðiritum á sviði lögfræði.

Einar varð cand.jur árið 1998 en hefur síðar aflað sér framhaldsmenntunar í hagfræði og reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar við Harvard háskóla árið 2003 og í breskum sjó- og viðskiptarétti við Lloyd´s Maritime Academy 2008 og við London Metropolitan University 2011-2013. Einar varð héraðsdómslögmaður árið 2000 og er löggiltur fasteignasali.

Tungumálakunnátta
Einar sinnir lögmannsstörfum á íslensku og ensku en hefur einnig góðan skilning á norsku máli og réttarkerfi. Auk þess hefur hann nokkurn skilning á dönsku, sænsku, frönsku, hollensku og spænsku.

Hafa samband
Farsími 781 8113
Netfang einar@viklaw.is