Grétar Hannesson er einn af eigendum VÍK Lögmannsstofu. Áður en Grétar gekk til liðs við VÍK Lögmannsstofu starfaði hann í fjármálageiranum, meðal annars hjá bönkum og fjárfestingafélögum þar sem hann meðal annars annaðist lögfræðiráðgjöf og samskipti við innlenda og erlenda eftirlitsaðila og kauphöll. Þá hefur hann mikla reynslu af gerð lána- og fjármögnunarsamninga og reglum á sviði banka- og fjármálalögfræði. Þar áður starfaði Grétar hjá Fiskistofu og síðar hjá Fríverslunarsamtökum Evrópu í Brussel (EFTA) þar sem hann sinnti lögfræðilegri ráðgjöf varðandi innleiðingu reglna ESB í EES samninginn og samningaviðræður við ESB.
Grétar lauk embættisprófi frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 1997 og öðlast málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2001. Árið 2002 lauk Grétar meistaraprófi í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Að auki hefur hann sótt fjölda námskeiða á sviði banka- og fjármálalögfræði.
Tungumálakunnátta
Grétar sinnir lögmannsstörfum og ráðgjöf jafnt á ensku sem íslensku og hefur góðan skilning á norsku, sænsku og dönsku.