Starfsmenn VÍK Lögmannsstofu kappkosta að veita viðskiptavinum sínum persónulega og vandaða þjónustu á öllum sviðum lögfræðinnar.

Hallmundur Albertsson

Lögmaður - M.A.

hallmundur@viklaw.is

Farsími: 892 6064

Hallmundur Albertsson varð einn af eigendum VÍK Lögmannsstofu í júlí 2019. Á nær 20 ára ferli sem lögmaður hefur hann byggt upp víðtæka reynslu með áherslu á þjónustu við fyrirtæki. Í yfir 11 ár starfaði hann sem lögmaður hjá Símanum hf. og tengdum félögum, þar af nær 4 ár sem yfirlögfræðingur félagsins. Þar hélt hann m.a. utan um stjórnarhætti félagsins og annaðist samskipti við stjórnvöld. Auk þess starfaði hann um tíma í samgönguráðuneytinu sem sérfræðingur í fjarskiptamálum og tók þátt í heildarendurskoðun fjarskiptalaga á árinu 2003. Hann hefur lokið framhaldsnámi í samkeppnisrétti frá King‘s College í London og hefur lagt sig fram um að bæta við þekkingu sína jafnt og þétt með því að sækja námskeið og fyrirlestra. Má þar nefna námskeið við Cambridge Háskóla á Englandi í samningarétti með áherslu á upplýsingatækni, námskeið um notkun FIDIC í verksamningum og innleiðingu samkeppnisréttaráætlana í starfsemi fyrirtækja. Hann er viðurkenndur stjórnarmaður frá rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti fyrirtækja við HÍ og hefur lokið námi í sáttamiðlun.

Hallmundur hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður frá árinu 2014 og verið meðeigandi að CATO lögmönnum og LMB Mandat lögmannstofu áður en hann gekk til liðs við VÍK.

Helstu starfssvið:    

Samkeppnisréttur, ríkisstyrkir og Evrópuréttur
Fjarskipti, upplýsingatækni og persónuvernd
Samninga-, kröfu- og verktakaréttur
Félagaréttur og stjórnarhættir fyrirtækja
Málflutningur
Stjórnsýsluréttur
Fjármálamarkaðir
Evrópuréttur
Hugverkaréttur, sérstaklega vörumerkjaréttur
Útboð og opinber innkaup
Persónuvernd
Óréttmætir viðskiptahættir
Orkuréttur

Trúnaðarstörf

2019 – Í stjórn skákdeildar Breiðabliks

2017 – Ritari stjórnar JCC ehf., félags um sameiginlegt seðlaver Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, á grundvelli undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu.

2016-2017 Stjórnarmaður í knattspyrnudeild Fram

2005-2007 Í stjórn Já hf.