Lögmenn stofunnar búa yfir mikilli sérþekkingu á EES- og Evrópurétti, fjármála- og fyrirtækjalögfræði, fjarskiptarétti, fjölmiðlarétti, hugverkarétti, samkeppnisrétti og mannréttindum.

Tómas Þorvaldsson

hdl.

tomas@viklaw.is

Tómas Þorvaldsson varð einn af eigendum Vík Lögmannsstofu í febrúar 2011. Fram að því og frá 1987 var hann einn eigenda Lögmanna við Austurvöll. Tómas hefur lengst af lögmannsferli sínum starfað að málefnum tengdum hugverkarétti og félagarétti. Samningagerð og ráðgjöf á sviði hugverkaréttar hafa verið megin viðfangsefni hans ásamt setu í stjórnum félaga á þessu sviði sem og í ýmsum nefndum og ráðum sem hugverkarétti tengjast. Hann var framkvæmdastjóri samningasviðs og lögfræðingur Flugfélagsins Atlanta hf. frá 1988 til 1992, stjórnarformaður Lyfjaþróunar hf. frá 2001 til 2004, stjórnarformaður Latabæjar ehf. frá 2007-2011.

Verkefni Tómasar hafa einkum falist í:

  • Ráðgjöf við kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslufyrirtæki og samningagerð í þessu sambandi, svo sem samningar við leikstjóra, handritshöfunda, tónhöfunda, samframleiðslusamningar, fjármögnunarsamningar, dreifingar-samningar, stofnun félaga, styrkjaumsóknir o.fl.
  • Samningagerð á sviði tónlistarútgáfu, einkum erlendis, samningar við útgáfufyrirtæki, publishing, umboðsmenn, umboðsfyrirtæki, stofnun félaga o.fl. í því sambandi.
  • Samningagerð og ráðgjöf hvað varðar, hugbúnað, tölvuleiki, margmiðlun, lyfjaþróun, leikhús, bókaútgáfu.
  • Ráðgjöf við frumkvöðla og sprotafyrirtæki innan skapandi greina, stofnun fyrirtækja, öflun hugverkaréttinda og lögvernd þeirra.
  • Ráðgjöf og verkefni við uppbyggingu og verndarstefnu vegna hugverkaréttinda fyrirtækja og einstaklinga, þar með talið ráðgjöf á sviði vörumerkja, léna, einkaleyfa og hönnunarréttar.

Nefndarstörf og stjórnir:
Formaður Orators félags laganema 1978-1979
Formaður undirbúningsnefndar Lögfræðiaðstoðar Orators 1979-1980
Höfundaréttarnefnd frá 1994.
Í stjórn Höfundaréttarfélags Íslands frá 2003.
Í stjórn Innheimtumiðstöðvar gjalda frá 1994.
Fulltrúi í háskólaráði Háskóla Íslands frá 2013.
Í stjórn Kvikmyndasjóðs Íslands 1997-2000.
Formaður Samstarfsnefndar Norrænna kvikmyndaframleiðendasamtaka 1993-1995.
Laganefnd Alþjóða kvikmyndaframleiðendasamtakanna (FIAPF) 1994-1998.
Í stjórn AGICOA (Alþjóðleg innheimtusamtök vegna kvikmyndaverka), frá 1995-2011.
Framkvæmdastjóri og lögfræðingur Sambands Íslenskra kvikmynda-framleiðenda, frá 1987 til 2001.
Lögfræðingur Framleiðendafélagsins SÍK frá 2001.
Meðlimur í LESI (The Licensing Executives Society International).
Meðlimur í AIPPI (Alþjóðleg samtök til varnar hugverkarétti).